Skilmálar netverslunar Tölvuteks

Innra öryggi vefs

Þjónusta Netverslunar Tölvutek útheimtir, þegar það á við, viðkvæmar trúnaðarupplýsingar svo sem kennitölu og númer greiðslukorts notanda til að þjónustan virki að óskum. Til að tryggja hámarksöryggi notenda og móttekinna persónuupplýsinga fylgir vefurinn íslenskum og alþjóðlegum lögum um viðskipti og persónuvernd ásamt viðurkenndum og/eða vottuðum starfsreglum og öryggisstöðlum.

Þinn aðgangur

Sem skráður notandi í Netverslun Tölvutek berð þú ábyrgð á trúnaði um notendaheiti, lykilorð og aðgang að þeim tölvum sem þú kannt að nota til aðgangs á vefinn. Við skráningu samþykkir þú að bera ábyrgð á öllum notkunartilvikum varðandi „Síðuna mína“ og lykilorð. Tölvutek ehf áskilur sér einhliða rétt til að hafna þjónustu, loka aðgangi, fjarlægja eða breyta innihaldi vefsins eða stöðva pantanir ef þurfa þykir af öryggis- eða öðrum ástæðum.

Þín kjör

Reikningsviðskipti fyrirtækja gjaldfærast innan umsamins greiðslufrests á birtu verði sem getur verið listaverð, sérkjör eða tilboðsverð frá söludeild Tölvutek. Staðgreiðsluviðskipti fara fram með kreditkorti á birtu verði sem getur verið listaverð eða tilboðsverð eftir atvikum. Ef þú þarft nánari upplýsingar um þín kjör getur þú sent fyrirspurn með tölvupósti á: sala@tolvutek.is

Við staðfestingu pöntunar á í netverslun Tölvutek skuldbinda viðskiptavinir sig til þess að samþykkja viðskiptaskilmála Origo og dótturfélaga, en Tölvutek ehf er eitt af dótturfélögum Origo hf, hér má nálgast fulla viðskiptaskilmála Tölvutek  viðskiptaskilmálar.

Öll verð í vefverslun eru birt með fyrirvara um breytingar og villur.

Skilaréttur

Skilafrestur á búnaði eru 30 dagar frá dagsetningu kvittunar fyrir kaupum. Tölvutek útbýr kvittun samhliða afhendingu í öllum tilfellum, sé varan send með flutningsaðila þá gildir dagsetning á móttökukvittun viðskiptavinar frá flutningsaðila, Sé vöru skilað innan 14 daga frá þeirri dagsetningu býðst viðskiptavini full endurgreiðsla sem jafngildir upphaflegu kaupverði. Sé vöru skilað síðar, en í öllu falli innan sex mánaða, býðst viðskiptavini hins vegar að fá inneignarnótu sem gildir í eitt ár frá útgáfudegi.

Skil á búnaði eru háð eftirfarandi skilyrðum:

 • Að framvísað sé kvittun fyrir kaupum á viðkomandi búnaði eða búnaður sé merktur með skilamiða
 • Að plastumbúðir (herpt, soðin, límd) og innsigli frá framleiðanda eða Tölvutek séu ekki rofin
 • Að búnaður teljist í söluhæfu ástandi
 • Að allir aukahlutir sem fylgja eiga búnaðinum séu til staðar, þ.m.t. allar snúrur og leiðbeiningar
 • Að ekki hafi verið settur upp hugbúnaður á búnaðinn
 • Að búnaður sé ekki útsöluvara
 • Að búnaður sé ekki sérpantaður eða sérsniðinn að þörfum viðskiptavinar

Tölvutek áskilur sér rétt til að hafna skilum á búnaði eða neita viðskiptavini um fulla endurgreiðslu sé eitthvert framangreint skilyrði ekki uppfyllt. Starfsmenn Tölvutek geta ákveðið að taka á móti búnaði þó ofangreind skilyrði séu ekki uppfyllt og fær viðskiptavinur þá endurgreitt að hámarki 70% af kaupverði. Athuga skal að endurgreiðsla vegna skila á búnaði nær aðeins til kaupverðs búnaðar en annar kostnaður sem fellur til, m.a. vegna flutnings á búnaði, er á ábyrgð viðskiptavinar. Viðskiptavinur ber áhættu á búnaði þar til Tölvutek hefur móttekið hann.

Aðeins er tekið við eftirfarandi vörum í óopnuðum eða innsigluðum umbúðum:

 • Farsímar
 • Rekstrarvörur, blekhylki, rafhlöður, pappír, ljósaperur o.s.frv.
 • Minniskort, USB lyklar
 • Flakkarar
 • Harðir diskar
 • Vörur sem eru keyptar forsniðnar, t.d. ákveðin lengd af snúrum
 • Hugbúnaður
 • Aðrar vörur sem hægt er að afrita eða fullnýta á 30 dögum

Tekið er á móti vöruskilum í verslunum Tölvutek í Mörkinni 3, 108 Reykjavík og Undirhlíð 2, 603 Akureyri
Undantekningartilvik eru þegar búið er að rjúfa plastumbúðir eða innsigli frá framleiðanda / Tölvutek á vörum sem þurfa að vera yfirfarin af sérfræðingi. Það á við um eftirfarandi vörur:

 • Tölvur
 • Sjónvörp
 • Ljósritunarvélar
 • Fjölnotatæki
 • Myndavélar, videovélar og upptökubúnaður
 • Netbúnaður
 • Hljóðbúnaður
 • Serverar
 • Synology box
 • Vörur frá UniFi, t.d. routerer og aðrar vörur sem hægt er að tengja við WiFi
 • Verslunarkerfi

 Vöruskil fyrirtækja

Ábyrgð á vélbúnaði

Allur nýr vélbúnaður, sem Tölvutek afhendir, nýtur ábyrgðar á skilgreindu þjónustutímabili. Sé ábyrgðartími ekki skilgreindur, er hann 1 ár. Búnaður sem seldur hefur verið til neytenda skal vera í ábyrgð í 2 ár frá söludegi.

Viðgerðarþjónusta og ábyrgðarmál

Þjónustumiðstöð Origo annast viðgerðaþjónustu og ábyrgðarmál á öllum tölvum frá framleiðenandum Lenovo ásamt Samsetningum frá Tölvutek auk viðgerða á prenturum, faxtækjum, Farsímum sem keyptar hafa verið í Netverslun Tölvutek. Þjónustumiðstöð Origo að Köllunarklettsvegi 8 er opin alla virka daga frá 09:00 - 17:00. Sími: 516-1900. Netfang: verkstaedi@origo.is

Einnig er tekið á móti öllum búnaði sem keyptur er í Netverslun Tölvutek í verslunum Tölvutek í Mörkinni 3, 108 Reykjavík. Sími: 563-6900, Netfang: verk@tolvutek.is. Á Akureyri annast Verkstæði Tölvutek viðgerðþjónustu og ábyrgðarmál á öllum tölvubúnaði. Verslun Tölvutek á Akureyri er í Undirhlíð 2, 603 Akureyri. Sími: 430-6900. Netfang: verkak@tolvutek.is , verslanir Tölvutek eru opnar alla virka daga frá 10:00 - 18:00 og á Laugardögum frá 11:00 - 16:00

Viðgerðir á Canon, Sony, Panasonic og BOSE vörum

 • Beco annast viðgerðir á Canon myndavélum og upptökuvélum. Langholtsvegi 84, 104 Rvk. S: 533-3411.
 • Origo annast viðgerðir á BOSE, skjávörpum og hljóðbúnaði. Þjónustumiðstöð okkar er staðsett að Köllunarklettsvegi 8, 104 Rvk. S: 516-1900
 • Sónn annast viðgerðir á rafmagnstækjum frá Sony (nema símum og tölvum) og Panasonic. Faxafeni 12, 108 Rvk. S: 552-3150 / 588-0404
Lög um neytendasamningaLög um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu


Tækjatrygging Tölvutek


Lög og varnarþing

Samningssamband Tölvutek við viðskiptamenn sína fellur undir íslensk lög. Komi til ágreinings sem ekki tekst að leysa skal ágreiningsmál rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur - Austurstræti 19 101 Reykjavík. Ef einhver ákvæði skilmála þessara eða samnings aðila eru í andstöðu við ófrávíkjanleg lög og reglur sem um þá gilda eða ef slík ákvæði eru dæmd ógild af dómstóli sem hefur lögsögu yfir samningsaðilum, skulu slík samningsákvæði umorðuð á þann veg að sem minnst röskun verði á upphaflegum tilgangi samningsaðilanna innan ramma viðkomandi laga og dómsúrlausna, og skulu ákvæði skilmálanna og/eða samnings aðila að öðru leyti halda fullu gildi.