Vöruflokkar

Uppsetning á Android spjaldtölvum

Byrjað er á því að ræsa spjaldtölvuna með því að halda inni power hnappnum á vélinni. Við mælum líka með að full hlaða vélina fyrir notkun.

Þegar spjaldtölvan er búin að ræsa sig færðu upp þetta viðmót þar sem þú velur á hvaða tungumáli Android stýrikerfið á að vera, við mælum með English (United Kingdom)

Þá færðu upp þennan skjá sem útskýrir heimaskjáinn í Android stýrikerfinu og smellir á OK til að halda áfram.

Til þess að sjá lista yfir öll "Apps" sem uppsett eru á vélinni er ýtt á kassana sex uppi í hægra horninu á heimaskjánum.

Aftur kemur upp gluggi með kynningu á notendaviðmótinu og smellt á OK til að halda áfram. Þessar kynningar koma bara í fyrsta skiptið sem þessir hlutir eru opnaðir.

Í þessari valmynd er smellt á settings til að fara inn í stillingar spjaldtölvunnar.

Til að kveikja á WiFi þráðlausa netinu færir þú WiFi takkan af Off yfir á On. Þegar kviknað er á þráðlausa netinu er hægt að velja það net sem tengjast á við.

Því næst þarf að slá inn aðgangsorðið inn á þráðlausa netið í þennan glugga.

Ef allt hefur gengið ætti nú að standa Connected undir þeirri tengingu sem þú valdir að tengjast. Ef ekki þarf að athuga hvort aðgangsorð hafi verið rétt slegið inn og rétt net hafi verið valið. Að lokum er farið til baka með því að ýta á back takkann á spjaldtölvunni eða smella á örina niðri í vinstra horninu.

Til þess að sækja leiki og forrit þarf að nota play store. Það er opnað með því að smella á SHOP uppi í hægra horninu eða Play Store táknmyndina í valmyndinni.

Til þess að skrá sig inn á Play Store þarf Google aðgang, eigir þú Google aðgang fyrir velur þú Existing en annars New til að búa til nýjan aðgang.

Hér er hægt að setja inn nafn eiganda spjaldtölvunnar sem sum forrit og leikir nota t.d. til að sýna stig o.fl.

Fylgdu leiðbeiningunum á skjánum til að búa til nýjan Google aðgang eða skrá þig inn á aðgang sem er nú þegar til staðar. 

Hér er hægt að tengja kreditkort við aðganginn þinn til kaupa á forritum og leikjum. Sé þess ekki óskað er smellt á Not Now.

Google aðgangurinn býður upp á að geyma öryggisafrit af forritum og stillingum spjaldtölvunnar. Í þeim tilvikum sem það hentar ekki þarf að afhaka hér Keep this tablet backed up with my Google Account.

Að lokum þarf að samþykja skilmála Play Store með því að ýta á Accept hér.

Þá er Play Store tilbúið til notkunar og hægt að ná í leiki og forrit. Til að leita smellirðu á stækkunarglerið uppi í hægra horninu og skrifar þar inn nafnið á leiknum eða forritinu sem þú vilt sækja.

Hér þarf að velja úr leitarniðurstöðunum, t.d. eru orðnar til þónokkuð margar útgáfur af Angry Birds. Til að velja smellir er einfaldlega smellt á myndina eða nafnið.

Eftir að smellt er á myndina eða nafnið á forritinu sem ná á í ferðu inn á heimasvæði forritsins í Play Store. Þar er hægt að sjá skjámyndir, lesa umfjallanir annarra notenda og sjá svipuð forrit og fleiri frá sama höfundi. Til þess að setja upp Angry Birds er smellt á Install.

Þá kemur upp gluggi með þeim leyfum sem forritið þarf frá Android stýrikerfinu til að virka eðlilega, til þess að halda áfram er smellt á Accept & download

Þegar leikurinn hefur lokið við uppsetningu er hægt að velja Open til að opna hann beint eða fara til baka og ná í fleiri leiki eða forrit. Góða skemmtun :)

Til að stilla íslenskt lyklaborð, í Android 4.1 Jelly Bean (eða nýrra) þá þarf að fara í Settings > Language and input

Velja stillingarhnappinn hægra meginn við Android keyboard (AOSP)

Velja þá Input languages

NB! Ef Android 4.0 Ice Cream Sandwich eða eldra þá þarf að ná í forrit eins og Scandinavian Keyboard í Google Play búðinni og fylgja leiðbeiningunum sem koma með því forriti.

Spennandi október

Auglýsing Vikunnar

Facebook síðan

 

Opnunartímar

 Virka daga 10-18
 Laugardaga 11-16

 

 

**** NÝ VERSLUN Í MÖRKINNI 3 REYKJAVÍK OG UNDIRHLÍÐ 2 AKUREYRI | ÓTRÚLEG OPNUNARTILBOР ****

Tölvutek Reykjavík - Mörkin 3 - 563 6900 - sala@tolvutek.is | Tölvutek Akureyri - Undirhlíð 2 - sími 430 6900 - akureyri@tolvutek.is

Fyrirtækjasvið 563 6930 firma@tolvutek.is | Þjónustudeild Reykjavík 563 6990 verk@tolvutek.is | Þjónustudeild Akureyri 430 6990 verkak@tolvutek.is


Lagerstaða er uppfærð alla virka daga kl 10:00 | Öll verð í vefverslun eru með VSK og birt með fyrirvara um breytingar, innsláttarvillur og myndabrengl.

Tölvutek | KT.460700-3290 | VSK númer 67769 | Ábyrgðarskilmála má sjá hér

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia © 2011