Vöruflokkar

Fjarhjálp Tölvutek

 

Við hjá Tölvutek höfum ávalt verið í fararbroddi hvað varðar vöruúrval og verð, nú er kominn sá tími að við höfum ákveðið að hjálpa fólki sem er að kljást við lítilsháttar vandamál heima fyrir. 


Ef tölvan kemst inná internetið getum við hjálpað til, það eina sem þú þarft að gera er að sækja hugbúnað sem er ætlaður til fjartenginga við þig og við getum hjálpað til. 

 

Fjarhjálp er tól sem gerir okkur kleift að tengjast tölvunni þinni á einfaldan máta og með því reynt að laga það sem er að, tæknimenn okkar geta reynt eftir fremsta megni að tengjast þér og laga það sem er að. 

 

Hafa ber í huga að tæknimaður getur einungis verið tengdur við tölvuna á meðan netsamband er fyrir hendi, ef netsamband rofnar þá rofnar einnig tenging tæknimanns við notanda.

 

Þjónustan kostar aðeins 2.990 kr. fyrir hverjar hafnar 30 mínútur og er í boði milli 10 og 18 á virkum dögum.  

 

https://tolvutek.is/vara/fjarhjalp-tolvuteks

 

 

 

 

Leiðbeiningar um hvernig skal tengjast 

Fyrsta skref er að notast við vefhjálpina hérna til hægri og óska eftir fjarþjónustu við fulltrúa í þjónustudeild (sem er valin í deildarvalinu). 

 

Þegar þjónustufulltrúinn hefur hafið samtalið skal sækja hugbúnaðinn, það er gert með því að smella á þennan hnapp á þeirri vefslóð sem tæknimaður gefur upp í vefspjallinu. 

 

Remote Access and Support over the Internet with TeamViewer Fjarþjónusta Tölvuteks
SMELLTU HÉR

 
 
Þegar smellt hefur verið á hnappinn mun tölvan hefja niðurhal á sértækum hugbúnaði sem gerir okkur mögulegt að tengjast þér á auðveldan hátt
 
Hugbúnaðurinn er síðan ræstur (oftast með því að tvísmella á hann eða velja RUN) 
Þá kemur upp staðlaður fyrirvari um þjónustuna okkar, sem þú verður að samþykkja til að halda áfram. 
 
 
Að því loknu keyrist upp hugbúnaðurinn og fer í keyrsluham og sendir okkur ákveðin kóða (Session Code) sem lifir í kerfinu okkar í 12 tíma, ef þú hefur hugbúnaðinn ekki í gangi munum við ekki geta tengst þér. 
 
Þegar þetta er komið af stað og tæknimaður óskar eftir tengingu við tölvuna þína mun koma upp gluggi þar sem þú þarft að gefa samþykki fyrir tengingunni. 
 
 
Núna er þínum hluta lokið og tæknimaður getur tengst tölvunni þinni og unnið í fjarvinnslu, hægt er að tala við tæknimann á meðan aðgerð stendur. 
 
Þegar aðgerð er lokið getur þú farið úr fjartengingu með því að smella á X sem er í hægra horninu uppi, með þessu tryggir þú að þú hafir alltaf stjórnina sem óskað er eftir.  
 
Á meðan tengingu stendur getur þú séð allt sem tæknimaðurinn er að gera og öfugt, hægt er að endurskapa vandamál sem kunna að hafa komið upp í þessu ferli. 
 
 
 

Febrúarbæklingur 2018

Aukakrónur

Viðgerðarbókanir

Facebook síðan

 

Opnunartímar

Mánudaga - Föstudaga  

10-18

Laugardaga

11-16

 

Tölvutek Reykjavík | Hallarmúla 2 | Verslun 563 6900 | Fyrirtækjasvið 563 6930 | Þjónustudeild 563 6990 | sala@tolvutek.is

Tölvutek Akureyri | Undirhlíð 2 | Sími 430 6900 | akureyri@tolvutek.is


Lagerstaða er uppfærð alla virka daga kl 10:00 | Öll verð í vefverslun eru með VSK og birt með fyrirvara um breytingar, innsláttarvillur og myndabrengl.

Tölvutek ehf | KT.500806-0950 | VSK númer 91425 | Ábyrgðarskilmála má sjá hér

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia © 2011