Vöruflokkar

Þegar fartölvan er tekin í notkun í fyrsta skipti.

Í fyrsta skipti sem tölva er ræst þarf að fara í gegnum uppsetningu og persónustillingar á notandaaðgang. Leiðbeiningar við uppsetningu er hægt að finna hér:

www.tolvutek.info 

Gott er að lesa meðfylgjandi upplýsingarbæklinga frá framleiðanda. Eftir uppsetningu er tölvan tilbúin til notkunar en mælt er með að opna „Windows Update“ og keyra inn allar öryggisuppfærslur til að viðhalda stöðugu og öruggu umhverfi.

Hugbúnaðaruppsetning.

Windows leyfi tölvunnar virkjast þegar tölvan er tengd við internet. Windows stýrikerfið uppfærir sig sjálfkrafa í bakgrunni en lætur notandann vita þegar setja þarf upp mikilvægar
öryggisuppfærslur. Mælt er með notkun öryggisvarnar, því fyrr sem vörnin er orðin virk því öruggari er tölvan. En við mælum hiklaust með öryggisvörn frá McAfee.

Smelltu hér til þess að skoða McAfee vörn.

Almennar upplýsingar um viðhald.

Ekki hylja loftop tölvunnar eða hindra loftflæði um tölvuna. Fartölvur eru ætlaðar til notkunar á sléttum fleti eins og borði eða þartilgerðum standi. Ryk getur myndast í loftrásum
tölvunnar og því er mælst til að búnaður sé rykhreinsaður ekki sjaldnar en á 6 mánaða fresti, hægt er að nálgast þrýstiloft (á brúsa) í næstu verslun Tölvutek.

 

Fartölvu skal meðhöndla með varkárni, tölvan inniheldur
viðkvæman rafeindabúnað og getur verið þar á meðal harður diskur sem þolir illa hreyfingu og högg. Fartölvunni fylgir tveggja ára ábyrgð til einstaklinga og eins árs ábyrgð til fyrirtækja nema að annað sé tekið fram.

Nánari upplýsingar um rafhlöðu fartölvunar.

Endurhlaðanleg rafhlaða er í fartölvum og er meðal líftími þeirra um 1000 hleðslur. Ekki er hægt að ofhlaða rafhlöður í fartölvum, í þeim er tækni sem slekkur á hleðslu um leið og fullri hleðslu hefur verið náð. Rafhlaðan endist best við 0-35 °C en fyrir utan það svið er orðin hætta á skemmri endingu og styttri líftíma. Rafhlöður í fartölvum eru rekstrarvara og koma með 12 mánaða ábyrgð nema annað sé tekið fram.

Ekki er þörf á að tæma rafhlöðuna, rafhlöður þola mikla hleðslu og afhleðslu án þess að það hafi afgerandi áhrif á hleðslugetu.

Ef tölvan tengist ekki þráðlausu neti.

Ertu örugglega að tengjast við þitt þráðlausa net? Nafnið á því er aftan á beini heimilisins (SSID) Ef beðið er um Encryption key þá er hann aftan á beini heimilisins oft merktur sem „WEP-key“ eða „WPA-key“ Prófaðu að kveikja á þráðlausa netkortinu, mismunandi er á milli framleiðanda hvernig kveikt er á kortinu en helstu leiðir eru takkar á tölvunni sjálfri eða lyklaborðsflýtileið eins og „Fn + F3“ en í flestum tilfellum er tákn sýnilegt á lyklaborðinu.

 

Spennandi október

Auglýsing Vikunnar

Facebook síðan

 

Opnunartímar

 Virka daga 10-18
 Laugardaga 11-16

 

 

**** NÝ VERSLUN Í MÖRKINNI 3 REYKJAVÍK OG UNDIRHLÍÐ 2 AKUREYRI | ÓTRÚLEG OPNUNARTILBOР ****

Tölvutek Reykjavík - Mörkin 3 - 563 6900 - sala@tolvutek.is | Tölvutek Akureyri - Undirhlíð 2 - sími 430 6900 - akureyri@tolvutek.is

Fyrirtækjasvið 563 6930 firma@tolvutek.is | Þjónustudeild Reykjavík 563 6990 verk@tolvutek.is | Þjónustudeild Akureyri 430 6990 verkak@tolvutek.is


Lagerstaða er uppfærð alla virka daga kl 10:00 | Öll verð í vefverslun eru með VSK og birt með fyrirvara um breytingar, innsláttarvillur og myndabrengl.

Tölvutek | KT.460700-3290 | VSK númer 67769 | Ábyrgðarskilmála má sjá hér

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia © 2011