Vöruflokkar

HTC VIVE - ÞJÓNUSTUFERLI

 

Áður en HTC VIVE búnaður er sendur inn til viðgerðar þarf að skera úr um það hvort að vandamálið sé bundið við HTC VIVE tækið sjálft eða tölvu-og uppsetningarumhverfi hjá notanda. Þess vegna ráðleggjum við að áður en farið er með HTC Vive græju á þjónustudeild Tölvuteks sé fyrst leitað til tækniaðstoðar HTC Vive. Þá er hægt að útiloka að vandamálið sé í hugbúnaði áður en búnaður er tekinn á verkstæðið.  Með þessu sparast tími í bið og einnig einfaldar þetta viðgerðarferlið þar sem notandi getur með þessu móti sjálfur greint hvaða hlutur er bilaður og þarf ekki að taka niður uppsett HTC Vive kerfi í heild sinni.

Hafa samband við þjónustuaðila hjá HTC

 

Athugið að best er að hafa kaupnótu tækisins í pdf skjali áður en haft er samband við HTC - Ef að þið eigið ekki til kaupnótuna þá er hægt að hafa samband við Tölvutek og fá hana senda.

 

Fara á þónustusíðu HTC Vive

https://www.vive.com/eu/support/contactus/

Opna vefspjall

 
 

Fylla inn upplýsingar af bestu getu

 
 

Ef um er að ræða bilaða fjarstýringu þá þarf ekki að slá inn raðnúmer fjarstýringarinnar þar sem raðnúmerið er ekki til staðar á fjarstýringunni. Ef beðið er um raðnúmer fjarstýringarinnar þá má finna raðnúmer beggja fjarstýringa á umbúðum Vive græjunnar.  Einnig má finna raðnúmerið á kaupnótunni.

 

Vinna síðan með þjónustu HTC í vefspjalli og fylgja leiðbeiningum þeirra

 

Ef engin lausn finnst

Ef þjónustufulltrúi HTC biður um að tækið verði sent til þeirra í pósti skal koma með tækið í Tölvutek ásamt skjölum sem HTC sendir fyrir póstsendingu. Líka er gott að láta samtalið úr vefspjallinu fylgja með. HTC sendir samtalið í vefpósti.

Spennandi október

Auglýsing Vikunnar

Facebook síðan

 

Opnunartímar

 Virka daga 10-18
 Laugardaga 11-16

 

 

**** NÝ VERSLUN Í MÖRKINNI 3 REYKJAVÍK OG UNDIRHLÍÐ 2 AKUREYRI | ÓTRÚLEG OPNUNARTILBOР ****

Tölvutek Reykjavík - Mörkin 3 - 563 6900 - sala@tolvutek.is | Tölvutek Akureyri - Undirhlíð 2 - sími 430 6900 - akureyri@tolvutek.is

Fyrirtækjasvið 563 6930 firma@tolvutek.is | Þjónustudeild Reykjavík 563 6990 verk@tolvutek.is | Þjónustudeild Akureyri 430 6990 verkak@tolvutek.is


Lagerstaða er uppfærð alla virka daga kl 10:00 | Öll verð í vefverslun eru með VSK og birt með fyrirvara um breytingar, innsláttarvillur og myndabrengl.

Tölvutek | KT.460700-3290 | VSK númer 67769 | Ábyrgðarskilmála má sjá hér

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia © 2011