Vöruflokkar

Lacie Cloudbox

Tengja þarf Lacie Cloudbox við straumbreyti og netsnúru við staðarnet. Kveikt er á tækinu þegar tengingu er lokið og hefst þá sjálfvirk grunnuppsetning. Hún getur tekið nokkrar mínútur en blátt ljós blikkar á meðan uppsetningu stendur og verður svo stöðugt blátt að henni lokinni.

Nú er boxið tilbúið til notkunar en hægt er að stilla það ítarlegar til að fá afmörkuð svæði fyrir notendur heimilisins.

 

Farið er inná heiti tækisins í gegnum vafra með að slá inn http://lacie-cloudbox

 

Við fyrstu innskráningu þarf að velja lykilorð fyrir aðal notandann. Athugið að tvískrá þarf lykilorð í reitnum við Password og Confirm your password.

Þessi notandi stýrir tækinu og því er mikilvægt að lykilorð glatist ekki.

Hægt er að breyta nafni aðalnotanda en ekki er mælt með að nota séríslenskastafi í notandanafni.

 

Undir Timezone er valið (GMT) Casablanca og smellt á Finish.

 

Athugið að ef fleiri en eitt Cloudbox er á sama neti þarf að velja annað heiti undir Product name.

 

Mælt er með að skrá eignarhald tækisins en þessar leiðbeiningar ná ekki yfir slíkt.

Það er ekki skylda og hægt að smella á Later til að halda áfram að sinni.

 

Hér er hægt að bæta við notanda með að smella á Add User.

 

Valið er notandanafn undir Login en ekki er mælt með því að nota séríslenska stafi.

Lykilorð er valið og tvískráð undir Password og Confirm password.

Það er valkvæmt að skrá inn tölvupóstfang en það er sett inn undir Email.

Smellt er á græna hnappinn til að útbúa notanda.

Þessi aðgerð er endurtekin fyrir alla notendur heimilisins og fær hver notandi því aðgang að læstu svæði en allir hafa aðgang að Family svæðinu.

 

Nú er uppsetningu lokið og geta notendur tekið afrit af gögnum sínum en boxið birtist undir Network í skrávafra í Windows.

 

Ef boxið kemur ekki upp er hægt að fara inná slóðina handvirkt með að slá inn heitið á boxinu með tveimur bakskástrikum fyrir framan í skrávafra. lacie-cloudbox

Tvísmellt er á læst svæði notanda og kemur upp valmynd til innskráningar. Slegið er inn notandan með bakskástriki fyrir framan og lykilorð. Hægt er að vista lykilorð með því að haka við Remember my credentials.

 

Ef notandi þarf að hafa aðgang að fleiri lokuðum svæðum þarf að stilla það sérstaklega í netvalmynd tækis en þessar leiðbeiningar ná ekki yfir það.

Spennandi október

Auglýsing Vikunnar

Facebook síðan

 

Opnunartímar

 Virka daga 10-18
 Laugardaga 11-16

 

 

**** NÝ VERSLUN Í MÖRKINNI 3 REYKJAVÍK OG UNDIRHLÍÐ 2 AKUREYRI | ÓTRÚLEG OPNUNARTILBOР ****

Tölvutek Reykjavík - Mörkin 3 - 563 6900 - sala@tolvutek.is | Tölvutek Akureyri - Undirhlíð 2 - sími 430 6900 - akureyri@tolvutek.is

Fyrirtækjasvið 563 6930 firma@tolvutek.is | Þjónustudeild Reykjavík 563 6990 verk@tolvutek.is | Þjónustudeild Akureyri 430 6990 verkak@tolvutek.is


Lagerstaða er uppfærð alla virka daga kl 10:00 | Öll verð í vefverslun eru með VSK og birt með fyrirvara um breytingar, innsláttarvillur og myndabrengl.

Tölvutek | KT.460700-3290 | VSK númer 67769 | Ábyrgðarskilmála má sjá hér

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia © 2011