Vöruflokkar

Við hjá Tölvutek mælum með uppfærslu í nýjustu útgáfu fastbúnaðs sem var gefin út í september (útgáfa 11.2) sem kemur í veg fyrir villur sem geta myndast undir miklu álagi og bætir virkni.

Eftirfarandi uppfærsla á við um módelinTRN100-25SAT3-120GogTRN100-25SAT3-240G, allir diskar afhendir af Tölvutek eftir 18. Desember koma með þessari uppfærslu og þurfa ekki að fara í gegnum ferlið.

Athugið að mælt er með því að taka öryggisafrit af gögnum áður en uppfærslan er framkvæmd.

Leiðbeiningar fyrir Mac

Hvernig uppfærsla er framkvæmd þegar diskur tengdur við aðra tölvu:

 1. Farið er inná http://ocz.com/consumer/download og Trion 100 valinn
 2. SSD Guru hugbúnaður er sóttur
 3. SSD Guru er settur upp á vél
 4. SSD diskur er tengdur við vél
 5. SSD guru hugbúnaður er ræstur
  1. „Maintenance“ flipivalinn
  2. Smella á „Update“ og diskur uppfærir sig með nýjustu útgáfu í gegnum netið
 6. Diskur fjarlægður þegar uppfærsla er búin
 7. Disk komið aftur fyrir í tölvu og tölva ræst eðlilega

Hvernig uppfærsla er framkvæmd þegar ræst er af USB á sömu tölvu og diskur er í:

 1. Farið er inná http://ocz.com/consumer/download og Trion 100 valinn
 2. PC & Mac Bootable skrá sótt ásamt SSD Guru hugbúnað
 3. SSD Guru er settur upp á vél
 4. USB Lykill tengdur við vél
 5. SSD Guru hugbúnaðurræstur
  1. Help flipi valin
  2. Vinstra megin undir vali á drifi er „Bootable SSD Guru“ valið
  3. Smellt er á „...“ og DMG skrá semsótt var valin (Bootable_SSDGuru_v**.dmg)
  4. USB drif valið úr lista
  5. Smellt á „Create“
 6. Tölva endurræst og ræst af USB lykli
  1. SSD Support valið
  2. Þegar SSD guru er búið að ræsa sig er „Maintenance“ flipi valinn
  3. Smella á „Update“ og diskur uppfærir sig með nýjustu útgáfu í gegnum netið
  4. Vél ræst aftur upp í stýrikerfið

SSD guru er með yfirlit yfir diskinn og er hægt að sjá ýmsar upplýsingar um diskinn. Ef diskurinn er kominn í nýjustu útgáfu fastbúnaðs (11.2 þegar þetta er skrifað). Mun SSD Guru koma með meldinguna “Up to date”.

Spennandi október

Auglýsing Vikunnar

Facebook síðan

 

Opnunartímar

 Virka daga 10-18
 Laugardaga 11-16

 

 

**** NÝ VERSLUN Í MÖRKINNI 3 REYKJAVÍK OG UNDIRHLÍÐ 2 AKUREYRI | ÓTRÚLEG OPNUNARTILBOР ****

Tölvutek Reykjavík - Mörkin 3 - 563 6900 - sala@tolvutek.is | Tölvutek Akureyri - Undirhlíð 2 - sími 430 6900 - akureyri@tolvutek.is

Fyrirtækjasvið 563 6930 firma@tolvutek.is | Þjónustudeild Reykjavík 563 6990 verk@tolvutek.is | Þjónustudeild Akureyri 430 6990 verkak@tolvutek.is


Lagerstaða er uppfærð alla virka daga kl 10:00 | Öll verð í vefverslun eru með VSK og birt með fyrirvara um breytingar, innsláttarvillur og myndabrengl.

Tölvutek | KT.460700-3290 | VSK númer 67769 | Ábyrgðarskilmála má sjá hér

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia © 2011