Vöruflokkar

Point of View Smart TV ræst í fyrsta skipti

Áður en tölvan er ræst í fyrsta skipti er gott að vera búinn að hlaða þráðlausa lyklaborðið vel.

Ef þú ert með Bluetooth útgáfuna af SmartTV þarf síðan að tengja USB mús við hana og para Bluetooth lyklaborðið. Þetta þarf bara að gera einu sinni og eftir það er hægt að notast eingöngu við Bluetooth lyklaborðið. Það er mjög einfalt að para tækin saman en hér má sjá leiðbeiningarnar skref fyrir skref í myndum:

Point of View SmartTV Bluetooth pörun.

Uppsetning á Point of View Smart TV

Þegar tölvan er ræst í fyrsta skipti er farið í gegnum stutt uppsetningarferli áður en komist er í endanlegt viðmót.

Í fyrsta glugga er valið tungumál og eru leiðbeiningar þessar gerðar eftir English (United states) tungumáli. Þegar búið er að velja tungumál er ýtt á Start hnappinn.

Næsti gluggi biður þig um að búa til Google Play aðgang en til þess að búa til Google Play aðgang þarftu að eiga eða búa til Gmail tölvupóstfang, ætlir þú að búa til nýtt Gmail tölvupóstfang er ýtt á hnappinn No

Þar næst leitar tölvan eftir þráðlausum nettengingum svo hægt sé að tengjast þeim þjónustum sem þarf til að útbúa Gmail tölvupóstfang. Þegar leit er lokið er þráðlaust net heimilisins valið og WEP eða WPA aðgangsorðið slegið inn í Password liðinn. Upplýsingar um nafn nets og aðgangsorð er í flestum tilfellum hægt að finna aftan á beini/router, ef ekki er mælt með að hafa samband við netþjónustuaðila.
Þegar búið er að setja inn aðgangsorð þá er smellt á Connect hnappinn og þar næst Next þegar netsamband er komið.

Næsti gluggi biður þig um fornafn og eftir nafn, þegar búið er að skrá það inn er ýtt á Done hnappinn.

Í næsta glugga þarf að búa til Gmail tölvupóstfangið og er því stimplað inn það tölvupóstfang sem óskað er eftir t.d. jon.jonsson@gmail.com,ýta þarf á Done þegar tölvupóstfang hefur verið valið og færðu þá næsta glugga upp en þar þarf að skrá inn aðgangsorð í báða gluggana og ýta á Done þegar búið er að velja aðgangsorð.

Þar næst er óskað eftir að gerð sé varaleið ef aðgangsorð glatast, velja þarf þar spurningu sem einungis þú getur svarað og slá svo inn í neðsta gluggann tölvupóstfang sem hægt er að senda á nýtt aðgangsorð ef það fyrra glatast, þegar búið er að fylla inn þessar upplýsingar er hægt að halda áfram með því að ýta á Done. Þar á eftir kemur gluggi sem býður upp þá valmöguleika sem Gmail tölvupóstfang býður upp á og er þar valfrjálst hvort hakað sé í eða ekki.

Að lokum þarf að stimpla inn kóða sem gefinn er upp til þess að staðfesta umsóknina um Gmail tölvupóstfangið. Þegar búið er að stimpla inn kóðan er ýtt á Done hnappinn, bíða þarf í örfáar mínútur þar til aðgangurinn hefur verið stofnaður.

Að lokum áður en komist er í endanlegt viðmót þarf að velja þær aukaþjónustur sem virkja á en þær eru allar valfrjálsar, þegar búið er að haka í eða úr þeim þjónustum sem óskað er eftir er ýtt á Finish hnappinn til að ljúka uppsetningunni. Þegar uppsetningu er lokið ræsir aðalvamynd búnaðarins upp.

Aðalvalmynd

Mælt er með að velja Settings flipa og stilla þar skjámyndina rétta miðað við sjónvarpstækið sem búnaðurinn tengist við. Til þess að stilla skjámyndina er farið inn í Settings og þar valið Display settings, þar inni eru örvar sem bjóða upp á að stækka, færa eða minnka myndina eftir þörfum hvers tækis. Til að vista breytingar sem gerðar voru er ýtt á Esc hnappinn á lyklaborðinu þar til komið er aftur á aðalvalmynd.

Sá hugbúnaður sem mælt er með að sé uppsettur á tölvuna er hægt að finna með því að fara í „Apps“ og þar inni þarf að opna Play Store Hér eru svo slóðir sem hægt er að fara inn á til að sækja nýjustu útgáfur af þeim hugbúnaði sem þarf að setja upp:

ES File Explorer File Managerfrá ES Mobile

aVia Media Playerfrá Videon Central

Turn Off Screen frá Marinelli.tv

Til þess að horfa á margmiðlunarefni frá heimilistölvunni sem Serviio þjónninn var settur upp á (sjá neðar á síðunni leiðbeiningar um uppsetningu á Serviio margmiðlunarþjóni) þarf að fara í Apps og opna þar aVia Media Player. Til að spilarinn geti séð það efni sem heimilistölvan býður upp á þarf að byrja á því að velja My Sources

aVia Media Player

Í my Sources er valið það myndefni sem koma á fram þegar Music, Videos eða Photos flipar eru valdir í hugbúnaðinum og til þess þarf að haka í Serviio (Nafn tölvu) liðinn sem kemur undir Network liðnum. Þegar búið er að haka í Serviio hefur þú náð sambandi við heimilistölvuna og ættir því að geta horft eða skoðað það myndefni sem tölvan hefur upp á að bjóða í HD gæðum. Áður en þetta er gert þarf þó að vera búið að setja upp margmiðlunarþjón á heimilistölvu.

 Mælt er með notkun ES File Explorer File Manager frá ES Mobile fyrir afspilun á Full HD myndefni.

Spennandi október

Auglýsing Vikunnar

Facebook síðan

 

Opnunartímar

 Virka daga 10-18
 Laugardaga 11-16

 

 

**** NÝ VERSLUN Í MÖRKINNI 3 REYKJAVÍK OG UNDIRHLÍÐ 2 AKUREYRI | ÓTRÚLEG OPNUNARTILBOР ****

Tölvutek Reykjavík - Mörkin 3 - 563 6900 - sala@tolvutek.is | Tölvutek Akureyri - Undirhlíð 2 - sími 430 6900 - akureyri@tolvutek.is

Fyrirtækjasvið 563 6930 firma@tolvutek.is | Þjónustudeild Reykjavík 563 6990 verk@tolvutek.is | Þjónustudeild Akureyri 430 6990 verkak@tolvutek.is


Lagerstaða er uppfærð alla virka daga kl 10:00 | Öll verð í vefverslun eru með VSK og birt með fyrirvara um breytingar, innsláttarvillur og myndabrengl.

Tölvutek | KT.460700-3290 | VSK númer 67769 | Ábyrgðarskilmála má sjá hér

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia © 2011