Vöruflokkar

Point of View – Spurt og svarað

Hefðbundnar spurningar

Ég finn ekki öll öppin mín eftir að ég uppfærði Google PlayStore

Google Playstore flokkar öppin sem eru í boði eftir eiginleikum spjaldtölvunar. Því miður getur þetta skilað sér í því að sum öpp sjást ekki í leitinni. Vinsamlegast skoðaðu leiðbeiningar hér að neðan og stækkaðu vídeóið svo þú sjáir öll smáatriðin.

ATH. Með þessari aðgerð endursetur þú spjaldtölvuna þína aftur á verksmiðjustillingar, það mun hreinsa allt af tölvunni (ekki SD kortinu) því skalt þú taka afrit af gögnunum þínum áður en þú framkvæmir þessa aðgerð.

Get ég uppfært minnið?

Ekki er hægt að uppfæra vinnslu- eða geymsluminni tækisins.

En hægt er að bæta við minni með því að kaupa MicroSD kort. Öll tæki sem voru gefin út 2011 og síðar eru með möguleikann á MicroSD kortum með allt að 32GB minni.

Hvar get ég nálgast vélbúnaðar uppfærslu fyrir tækið mitt?

Allar vélbúnaðar uppfærslur er hægt að nálgast á þjóni Point of View

http://downloads.pointofview-online.com/Drivers/

Hversvegna er tækið mitt ekki að nota allt minnið.

Notendur Android nota tvær mismunandi týpur af minni sem kallast RAM og ROM.

RAM er einnig þekkt sem vinnsluminni og er notað af stýrikerfi og öppum til að vista upplýsingar fljótlega, þegar þú slekkur á tækinu er þetta minni svo sjálfkrafa hreinsað.

Spjaldtölvurnar frá Point of View nota að jafnaði 512 MB, 1024 MB eða 2048 MB.

Það ber að hafa í huga að hluti af vinnsluminninu er frátekið fyrir Android stýrikerfið og skjákjarnann. Þessi hluti er dreginn frá heildar vinnsluminninu. Restin af minninu, sem sést í stillingar valmyndinni „e. Settings Menu“ á Android tækinu er svo notað í öpp o.fl.

Þessvegna sýnir tölvan því alltaf minna en auglýst vinnsluminni, þó að tölvan sé í raun að keyra á auglýstu vinnsluminni.

Seinni gerð minnis er svokallað ROM minni eða geymsluminni. Á því er hægt að vista upplýsingar sem eyðast ekki út jafnvel þótt slökkt sé á tækinu. Geymslugeta ROM minnis er yfirleitt 4GB, 8GB eða 16GB.

Plássinu er yfirleitt skipt í 2, 3 eða stundum jafnvel 4 sneiðar „e. Partitions“ ;

 1. Notuð til að vista Android stýrikerfið
 2. Endurræsingar sneið (notað til að ræsa upp spjaldtölvuna)
 3. Skyndiminni „e. Cahce“ (ekki á öllum tækjum)
 4. Geymslupláss fyrir skrár, myndir, tónlist o.s.frv.

Athugið að fyrstu þrjár sneiðarnar sem minnst er á eru ekki sjáanlegir fyrir venjulega notendur. Þetta er gert til að vernda spjaldtölvuna frá breytingum á skrám sem teljast nauðsynlegar fyrir Android stýrikerfið.

Vegna þessarar skiptingar á geymsluminninu er full stærð þess er ekki sýnd í stýrikerfinu. Aðeins geymsluplássið fyrir skrár (sneið #4) er sjáanlegt fyrir notendur.

Notkun á spjaldtölvu

Hvaða vídeó staðla styður tölvan mín?

Spjaldtölvan styður eftirfarandi staðla; AVI, 3GP MP4 RM RMVB, FLV, MKV og MOV.

Þó er hægt að spila aðra staðla en þeir krefjast þess að vídeó hugbúnaði sé hlaðið aukalega inn.

Við mælum með frábærum spilara sem nefnist „Rock Player“

Styður spjaldtölvan mín Flash?

Allar spjaldtölvur frá Point of View eru með stuðning fyrir Adobe Flash. Vinsamlegast athugið að Adobe hefur stöðvað alla frekari þróun af snjalltækja útgáfu Flash. Vegna takmarkana á hvað Flash getur gert þá hefur iðnaðurinn ákveðið að notast við HTML 5 sem staðgengil. Stuðningur við HTML 5 er á öllum spjaldtölvum frá okkur.

Hægt er að uppfæra Flash ef þú hefur verið með það, en ekki er lengur hægt að hlaða því niður úr Google Store á spjaldtölvur sem eru án Flash.

Styður spjaldtölvan mín 3G?

Sumar spjaldtölvur okkar eru ekki með innbyggðu 3G. En við þær er þó hægt að tengja 3G pung. Eftirfarandi 3G pungar hafa verið prufaðir og virka.

WCDMA

Huawei E230, Huawei E176G, Huawei 160E, Huawei 182G, Huawei E1750, Huawei E1756, Huawei UMG1691, ZTE MF633BP, ZTE MF633, ZTE MF637U

CDMA2000 / EVDO

Huawei E150, Huawei EC1261, Huawei EC122, Huawei EC156, Huawei EC1270, ZTE AC580, ZTE 2746

Hvernig set ég upp Gmail pósthólfið mitt?

 1. Vertu viss um að Gmail hólfið þitt leyfi aðgang að POP/IMAP tengingum.
 2. Settu póstþjóns stillingar „e. Server settings“ á annaðhvort POP (ef þú vilt færa póstinn beint inná spjaldtölvuna af póstþjóni) eða IMAP (ef þú vilt geyma afrit á póstþjóni)
 3. Notaðu eftirfarandi (handvirkar) stillingar:

POP Póst stillingar

Incoming mail server: pop.gmail.com
Incoming mail port: 995
Incoming Security Settings: SSL
Outgoing email server: smtp.gmail.com
Outgoing email port: 465
Outgoing security setting: SSL

IMAP

Incoming email server: imap.gmail.com
Incoming mail port: 993
Incoming Security setting: SSL
Outgoing email server: smtp.gmail.com
Outgoing email port: 465
Outgoing security setting: SSL

Hversvegna virka sum forrit ekki á spjaldtölvunni minni?

Hugbúnaður sem er þróaður fyrir Android er mjög viðkvæmur fyrir mismunandi vélbúnaði. Hlutir eins og skjástærð, gerð örgjörva eða einfaldar breytingar á stýrikerfi geta valdið því að hugbúnaður virkar ekki sem skildi.

Þarf ég rekla „e. Drivers“ til að tengja spjaldtölvuna við tölvuna mína?

Nei, tölvan þín á samþykkja og sjá spjaldtölvuna.

HDMI Smart TV

Smart-Tv margmiðlunartölvan er ekki að virka!

Gakktu úr skugga um að þú hafir gert allt eftirfarandi;

 1. Tengdu Smart-Tv margmiðlunartölvuna við HDMI hólf á sjónvarpinu
 2. Tengdu straumbreytirinn við Smart-Tv margmiðlunartölvuna
 3. Vertu viss um að stillt sé á HDMI rásina á sjónvarpinu

Get ég fengið rafmagn fyrir Smart-TV úr USB hólfi sjónvarpsins?

Ef nægur straumur er á sjónvarpinu þínu þá er það ekkert mál. Smart-Tv krefst að lámarki 600mAh.

Rafhlaðan

Ef rafhlaðan er alveg tómt.

Ef rafhlaðan er alveg tómt, er það yfirleitt vegna þess að spjaldtölvan hefur ekki verið notuð í einhvern tíma, þá getur það tekið allt að 15 mínútur áður en spjaldtölvan keyrir sig upp.

Almennt um rafhlöður

 • Rafhlöður missa getu sína yfir ákveðin tíma og hleðslur. Hleðslugeta rafhlaðna mun vera um 75% eftir ár af eðlilegri notkun.
 • Einungis nota rafhlöðu ef engin skemmd hefur orðið á umgjörð hennar.
 • Þú skalt einungis nota spjaldtölvuna þína í réttu hitasvæði (0-35°c)
 • Notastu við þá rafhlöðu og hleðslutæki sem fylgdu með vörunni þinni.

Hámarkaðu líf rafhlöðunnar (í fyrsta skipti sem þú hleður rafhlöðuna)

Með nokkrum aðgerðum getur þú hámarkað líf rafhlöðu þinnar. Gerðu eftirfarandi skref á 1-2 mánaðarar fresti.

 • Hlaða skal spjaldtölvuna þangað til það sýnir fulla hleðslu
 • Taktu það úr sambandi við rafmagn
 • Notaðu þangað til rafhlaðan tæmist og tölvan slekkur á sér
 • Láttu 2 tíma líða áður en þú hleður hana að fullu aftur

Hvernig ætti ég að hlaða spjaldtölvuna mína?

Besta hleðslan sem þú færð er í gegnum straumbreytinn sem fylgdi með. Þó hægt sé að hlaða tækið í gegnum USB snúru í tölvu þá gengur það yfirleitt hægar fyrir sig v. Sumar tölvur geta ekki veitt straum í gegnum USB ef þær slökkva á sér eða fara í svokallað „sleep mode“.

Hvernig ætti ég að geyma spjaldtölvuna mína?

Rafmagnstæki eru best geymd við stofuhita (20-22°c)

Hærri eða lægra hitastig en 0-35°c geta valdið því að rafhlaðan missir getu sína til þess að endurhlaða sig.

Hámarkaðu hleðslu rafhlöðunnar

 • Slökktu á þráðlausum tengingum sbr. Bluetooth, Wifi og 3G
 • Minnkaðu birtustigið á skjánum hjá þér
 • Styttu tímann sem það tekur tækið að fara í „standby“
 • Slökktu á sjálfvirkri samstillingu „auto sync“

Ekki nota spjaldtölvuna ef að

 • Þú finnur brunalykt koma frá henni
 • Umgjörð rafhlöðu er brotin
 • Hiti rafhlöðu er hærri en venjulega

Spennandi október

Auglýsing Vikunnar

Facebook síðan

 

Opnunartímar

 Virka daga 10-18
 Laugardaga 11-16

 

 

**** NÝ VERSLUN Í MÖRKINNI 3 REYKJAVÍK OG UNDIRHLÍÐ 2 AKUREYRI | ÓTRÚLEG OPNUNARTILBOР ****

Tölvutek Reykjavík - Mörkin 3 - 563 6900 - sala@tolvutek.is | Tölvutek Akureyri - Undirhlíð 2 - sími 430 6900 - akureyri@tolvutek.is

Fyrirtækjasvið 563 6930 firma@tolvutek.is | Þjónustudeild Reykjavík 563 6990 verk@tolvutek.is | Þjónustudeild Akureyri 430 6990 verkak@tolvutek.is


Lagerstaða er uppfærð alla virka daga kl 10:00 | Öll verð í vefverslun eru með VSK og birt með fyrirvara um breytingar, innsláttarvillur og myndabrengl.

Tölvutek | KT.460700-3290 | VSK númer 67769 | Ábyrgðarskilmála má sjá hér

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia © 2011