Vöruflokkar

Uppsetning á Raspberry Pi og OSMC

Samsetning á Coupé kassa

Tengja þarf microSD kortið við tölvuna með minniskortalesara. Athugið að það sem var á kortinu fyrir mun eyðast út.

Sækja þarf OSMC uppsetningarforritið af heimasíðu þeirra.

https://osmc.tv/download/

Þegar skráin er komin er hún opnuð og hefst þá uppsetningarferlið.

Valið er Raspberry Pi 2/3 og smellt á örina til að halda áfram.

Smellt er á efri örina til að halda áfram.

Valið er on an SD card og smellt á örina til að halda áfram.

Ef þú ert með Raspberry Pi 3 er hægt að velja hér Wireless connection. Annars er valið Wired connection en þá þarf að tengja netsnúru í tölvuna.

Til þess að einfalda uppsetninguna er hægt að setja hér handvirkt inn nafn og lykilorð fyrir þráðlaust net.

Valið er WPA/WPA2 PSK og sett inn upplýsingar sem í flestum tilfellum er hægt að finna utaná Router heimilisins.

Hér er SD kortið valið. Hægt er að staðfesta að rétt kort sé valið með því að fara í My Computer og staðfesta að bókstafirnir stemmi. 

Staðfesta þarf skilmála og haka í I Accept til að halda áfram. Athugið að hér verður ekki aftur snúið og öll gögn eyðast af SD kortinu sem fyrir eru.

Nú hefst niðurhal á stýrikerfinu og getur það tekið nokkrar mínútur.

Gluggi til að staðfesta að gögn geti glatast kemur upp þegar niðurhali er lokið og smellt er á Yes.

Nú hefst uppsetningin sjálf og getur hún tekið nokkrar mínútur.

Nú er uppsetningu stýrikerfisins lokið og hægt að loka uppsetningarforritinu og fjarlægja SD kortið.

MicroSD kortinu er nú komið fyrir í Raspberry Pi tölvunni og hún tengd við sjónvarp eða skjá.

Ef að setja á tölvuna í Coupé kassa er gott að setja hann saman á þessu stigi.

Samsetning á Coupé kassa

Einnig þarf að tengja lyklaborð til að ljúka uppsetningaferli

Athugið að tengja þarf HDMI kapal áður en straumsnúra er tengd til þess að upplausn komi rétt á sjónvarp.

Við fyrstu tengingu þarf að bíða í nokkrar mínútur.

Því næst er valið tungumál en nota þarf örfa takkana til að finna rétta málið og notað er Enter til að halda áfram.

Næst er klukkan stillt en valið er Atlantic og ýtt til hliðar og valið Reykjavik.

Ef fleiri en ein tölva er á sama neti með OSMC er gott að velja hér annað nafn. Síðan er smellt á Accept.

Hægt er hér að kveikja á SSH til að tengjast tölvu en þetta hefur ekki áhrif á afspilun og skal því ekki valið nema þurfi að tengjast á þennan hátt.

smellt er á Accept.

Smellt er á Continue.

Hér er hægt að velja annað útlit og ýtt er Enter við það sem hentar best.

Smellt er á No thanks.

Nú er uppsetningu lokið og smellt er á Enter og hægt að byrja að nota tölvuna.

Spennandi október

Auglýsing Vikunnar

Facebook síðan

 

Opnunartímar

 Virka daga 10-18
 Laugardaga 11-16

 

 

**** NÝ VERSLUN Í MÖRKINNI 3 REYKJAVÍK OG UNDIRHLÍÐ 2 AKUREYRI | ÓTRÚLEG OPNUNARTILBOР ****

Tölvutek Reykjavík - Mörkin 3 - 563 6900 - sala@tolvutek.is | Tölvutek Akureyri - Undirhlíð 2 - sími 430 6900 - akureyri@tolvutek.is

Fyrirtækjasvið 563 6930 firma@tolvutek.is | Þjónustudeild Reykjavík 563 6990 verk@tolvutek.is | Þjónustudeild Akureyri 430 6990 verkak@tolvutek.is


Lagerstaða er uppfærð alla virka daga kl 10:00 | Öll verð í vefverslun eru með VSK og birt með fyrirvara um breytingar, innsláttarvillur og myndabrengl.

Tölvutek | KT.460700-3290 | VSK númer 67769 | Ábyrgðarskilmála má sjá hér

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia © 2011