Vöruflokkar

Öflug kaskótrygging án sjálfsábyrgðar fyrir öll tæki

 • TEK-Trygging er skammtímatrygging sem gildir í 24 mánuði frá kaupdegi tryggingar.
 • Tryggingin er skaða- og þjófnaðartrygging.
 • Tryggingin er án eigin áhættu.
 • Tryggingin er fyrir einstaklinga og fyrirtæki.
 • Tryggingin bætir ófyrirsjáanlegt óhapp með viðgerð eða afhendingu á sambærilegum búnaði.

 

 

   

    Allt að 50.000           =      9.990
    50.001 - 100.000       =     12.990
    100.001 - 150.000     =     16.990
    150.001 - 200.000     =     19.990
    200.001 - 250.000     =     24.990
    250.001 - 300.000     =     29.990
    300.001 - 399.000     =     39.990
    400.000 - 599.000     =     49.990

 

Einnig er hægt að bæta við 3ja árinu í bæði ábyrgð og tryggingu
 
3ja ár í ábyrgð og Kaskó trygging fyrir tæki að 200.000 = 9.990
3ja ár í ábyrgð og Kaskó trygging fyrir tæki yfir 200.000 = 19.990
 
 
Vátryggingarskilmáli EE14 Samantekt

Vátryggðir hagsmunir

 • Vátryggingin tekur til þess tækis sem skráð er í vátryggingarskírteini

Vátryggður og meðvátryggðir

 • Eigandi tækis við töku vátryggingarinnar er vátryggður og sá sem síðar kanna að eignast það á löglegan hátt á vátryggingartímibilinu
 • Veðhafar og aðrir þeir sem eiga fjárhagslega hagsmuni í hinu vátryggða eru ekki meðvátryggðir

Bótasvið

 • Vátryggingin bætir beint tjón á hinu vátryggða af völdum skyndilegs og ófyrirsjáanlegs utanaðkomandi atviks
 • Beint tjón á hinu vátryggða af völdum innri bilunar

Vátryggingin bætir ekki tjón

 • Sem orsakast af hita og/ eða rakabreytingum
 • Sem rekja má til eðlilegs slits vegna notkunar, riðs og tæringar.
 • Vegna tapaðra eða skemmdra gagna og/eða hugbúnaðar.
 • Sem framleiðandi, seljandi, viðgerðaraðili eða flutningsaðili ber ábyrgð á samkvæmt samningi eða lögum.
 • Vegna mynddepilsbreytinga (pixel) ef það rýrir ekki notagildi hins vátryggða.

Sérstakar takmarkanir, bætir ekki tjón eða aukningu vegna

 • Jarðskjálfti, eldgos, skriðufall, snjóflóð eða aðrar náttúruhamfarir
 • Styrjaldir, innrásir, hernaðaraðgerðir, borgarrósta, uppreisn, uppþot, verkfall eða aðrar svipaðar aðgerðir.
 • Kjarnabreytingar, jónandi geilsun, mengun af geislavirkum efnum, kjarnaeldsneyti eða kjarnaúrgangsefnis.

 

Greiðsla iðgjalds

 • Iðgjald skal greitt hjá söluaðila tækis um leið og tækið er keypt.
 • Vátryggingin öðlast ekki gildi nema iðgjaldið sé greitt.

Eigin áhætta

 • Vátryggingin er án eigin áhættu.

Ákvörðun bóta

 • Bætur skulu miðaðar við verðmæti á tjónsdegi á nýju tæki, sambærilegu því sem skemmdist.
 • Félagið getur annað hvort greitt áætlaðan viðgerðarkostnað eða ráðstafað tækinu til viðgerðar hjá viðgerðaraðila sem það samþykkir og greitt viðgerðarkostnað, ef unnt er að gera við það þannig að tækið verði í svipuðu ástandi og fyrir tjón og það borgar sig að mati félagsins.
 • Félagið getur greitt bætur í peningum eða útvegað nýtt tæki, sömu tegundar og gerðar, ef það er ekki hægt, þá með samsvarandi nýju tæki, ef tækið skemmist það mikið að ekki er unnt að gera við það eða það borgar sig ekki að mati félagsins. Hafi félagið greitt bætur samkvæmt þessari grein áskilur það sér rétt til að gera tilkall til tækisins sem skemmdist.
 • Þrátt fyrir ákvæði í gr. 13.1 er félaginu heimilt að afskrifa verðmæti tækis um 15% á ári eftir að tækið er orðið 3 ára.
 • Áður en bætur eru ákvarðaðar verður vátryggður að framvísa ábyrgðarskírteini vegna vátryggðs tækis.

Afskriftir

 • Félaginu er heimilt að afskrifa verðmæti tækis um 15% á ári eftir að tækið er orðið 3 ára

 

Jólin 2019

Facebook síðan

 

Opnunartímar

Alla daga til jóla 10-19
Aðfangadag lokað

 

**** NÝ VERSLUN Í MÖRKINNI 3 REYKJAVÍK OG UNDIRHLÍÐ 2 AKUREYRI |  ****

Tölvutek Reykjavík - Mörkin 3 - 563 6900 - sala@tolvutek.is | Tölvutek Akureyri - Undirhlíð 2 - sími 430 6900 - akureyri@tolvutek.is

Fyrirtækjasvið 563 6930 firma@tolvutek.is | Þjónustudeild Reykjavík 563 6990 verk@tolvutek.is | Þjónustudeild Akureyri 430 6990 verkak@tolvutek.is


Lagerstaða er uppfærð alla virka daga kl 10:00 | Öll verð í vefverslun eru með VSK og birt með fyrirvara um breytingar, innsláttarvillur og myndabrengl.

Tölvutek | KT.460700-3290 | VSK númer 67769 | Ábyrgðarskilmála má sjá hér

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia © 2011