Vöruflokkar

Uppsetning á tölvum með Windows 8

Þegar tölvan er ræst í fyrsta skipti er farið í gegnum stutt uppsetningarferli áður en komist er í endanlegt viðmót.
 
Í fyrsta glugga er valið tungumál stýrikerfisins og eru leiðbeiningar þessar gerðar eftir English tungumáli. Þegar búið er að velja tungumál er ýtt á Next hnappinn.
 
 
Næsti gluggi býður upp á að velja land, tungumál og tungumál lyklaborðs.
Þegar búið er að velja Iceland er ýtt á Next hnappinn.
 
 
Næst koma upp notanda skilmálar frá Microsoft. Haka þarf við að skilmálar séu samþykktir og ýta svo á Accept hnappinn.
 
 
Því næst er beðið um tölvupóstfang til að skrá tölvuna hjá Acer. Hægt að er fara fram hjá þessu ferli með því að ýta á Skip hnappinn.
 
 
Næst er hægt að velja þann lit sem verður á viðmóti stýrikerfisins. Setja þarf svo nafn fyrir tölvuna. ATH ekki er hægt að stofna notandaaðgang með sama nafni og það nafn sem sett er hérna inn.
 
 
Næst er hægt að velja um þráðlaus net til að tengjast við . Ef ekkert þráðlaust net er í færi er hægt að velja um að tengjast seinna.
 
 
Hér þarf ekki að breyta neinu. Ýta bara á Use express settings hnappinn.
 
 
Hér er hægt að velja notandanafn. Einnig er hægt að velja lykilorð, annars er alltaf hægt að bæta við lykilorði seinna. Þegar búið er að setja inn notandanafn er ýtt á Finish hnappinn.
 
 
Núna endurræsir tölvan sig og byrjar svo uppsetninguna samkvæmt þeim stillingum sem valið var hér á undan. Ferlið tekur nokkrar mínútur.
 
 
 
Þegar uppsetningarferlið er búið ertu komin upp í svo kallað Tiles viðmót sem er nýjung í Windows 8 og kemur í stað gamla Start hnappsins sem við þekkjum í eldri Windows stýrikerfum.
 
 
Neðst til vinstri er hægt að ýta á Desktop til að komast skjáborðið eins og við þekkjum frá eldri Windows stýrikerfum.
 
 
Til að komast aftur í Tiles umhverfið er hægt að færa músarbendilinn neðst í vinstra hornið á skjánum og vinstri smella á músina eða smella á Windows hnappinn á lyklaborðinu.
 
 
Hægt er að hægri smella á sama stað og kemur þá upp valmynd til að komast í ýmsar stillingar.
 
 
Að lokum mælum við með að keyra uppfærsluhugbúnað frá framleiðanda ef ské kynni að eitthverjar mikilvægar uppfærslur séu fáanlegar. Þessi hugbúnaður heitir mismunandi nöfnum en ætti að finnast með því að smella á start hnappinn og leita að update.
 
Dæmi um hugbúnað sem fylgir með tölvum frá hinum ýmsu framleiðendum: Live Updater fyrir Acer og Packard Bell, Support Assistant fyrir HP, Solution Center fyrir Lenovo, Service Station fyrir Toshiba, Live Updater fyrir Asus.

Það er alls ekki víst að þessi hugbúnaður finni neinar uppfærslur en ef svo er er það bara besta mál og ekkert sem þarf að hafa áhyggjur af.

Spennandi október

Auglýsing Vikunnar

Facebook síðan

 

Opnunartímar

 Virka daga 10-18
 Laugardaga 11-16

 

 

**** NÝ VERSLUN Í MÖRKINNI 3 REYKJAVÍK OG UNDIRHLÍÐ 2 AKUREYRI | ÓTRÚLEG OPNUNARTILBOР ****

Tölvutek Reykjavík - Mörkin 3 - 563 6900 - sala@tolvutek.is | Tölvutek Akureyri - Undirhlíð 2 - sími 430 6900 - akureyri@tolvutek.is

Fyrirtækjasvið 563 6930 firma@tolvutek.is | Þjónustudeild Reykjavík 563 6990 verk@tolvutek.is | Þjónustudeild Akureyri 430 6990 verkak@tolvutek.is


Lagerstaða er uppfærð alla virka daga kl 10:00 | Öll verð í vefverslun eru með VSK og birt með fyrirvara um breytingar, innsláttarvillur og myndabrengl.

Tölvutek | KT.460700-3290 | VSK númer 67769 | Ábyrgðarskilmála má sjá hér

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia © 2011