Vöruflokkar

Uppfærsla í Windows 8.1

Hversvegna ætti ég að uppfæra í Windows 8.1?

 • Bættar aðgerðir fyrir þá sem ekki eru með snertiskjái
 • Betrumbætt snertiviðmót fyrir þá sem eru með snertiskjái
 • Býður uppá fleiri sérstillingar en Windows 8
 • Auðveldara að uppgötva og hlaða niður nýjum smáforritum (e. Apps)
 • Frí uppfærsla fyrir þá sem eru nú þegar með Windows 8

Áður en þú uppfærir

Uppfærsla þessi á að renna í gegn án þess að þú þurfir að hlaða inn forritum eða gögnum aftur inná tölvuna þína, þó eru nokkur atriði og aðgerðir sem er vert að skoða áður en hafist er handa við að uppfæra stýrikerfið þitt.

Afar ólíklegt er að þú tapir gögnum á því að uppfæra úr Windows 8 yfir í Windows 8.1, en ef þú ert með mikilvæg gögn inni á tölvunni þinni þá mælum við með að þú takir afrit af þeim. Ef þú kannt ekki að taka afrit af gögnum þá getur þú alltaf komið með tölvuna þína til okkar í Tölvutek og við getum aðstoðað þig við það.

Einnig er gott að ganga úr skugga um það að tölvan þín sé með nýjustu rekla (e. drivers).
Til að ná í nýjustu uppfærslur og rekla fyrir Windows 8 fylgdu eftirfarandi skrefum.

 1. Byrjaðu á að opna upphafskjáinn

driver1

 1. Farðu með músabendilinn upp í hægra hornið á skjánum og veldu tannhjólið eða „„Settings“.

Charms Menu

 1. Smelltu þar á „Change PC settings“
 2. Veldu þar „Windows Update“
 3. Ýttu á takkann þar sem segir „Check for updates now“
 4. Ef þú getur valið þar eitthvað sem segir „We‘ll install x updates automatically“ smelltu þá á „Install“
 5. Hinkraðu eftir að uppfærslur klára að hlaðast inn og endurræstu svo tölvuna hjá þér

Ef þú ert að uppfæra fartölvu þá er MJÖG MIKILVÆGT að þú hafir hana í sambandi við rafmagn meðan á uppfærslunni í Windows 8.1 stendur.

Hvernig á ég að uppfæra yfir í Windows 8.1

Til að uppfæra tölvuna þína úr Windows 8 yfir í Windows 8.1 þá ferðu eftir meðfylgjandi leiðbeiningum

 1. Í upphafsskjánum skaltu opna „Windows Store“ reitinn

Click Update to Windows 8.1

Load Windows Store

 1. Smelltu þar á fjólubláa reitinn sem segir „Update to Windows 8.1 for free“

 1. Þar verður þú að staðfesta með því að smella á „Download“

Þú þarft að bíða smá tíma meðan Windows 8.1 uppfærslunni er hlaðið niður, en þú getur notað tölvuna á meðan þessu stendur.

Click Restart

 1. Smelltu á „Restart Now“ þegar það kemur upp

Accept License Terms

Þá hefst uppsetningin sem getur tekið smá tíma. Á þeim tíma ertu einu sinni beðinn um að endurræsa tölvu.

 1. Eftir að uppsetningu er lokið ertu beðinn um að samþykkja skilmála með því að smella á „I Accept“ 

Use Express Settings

 1. Í næsta skrefi veluru að velja „Use Express Settings“

Sign in to account

 1. Skráðu þig þá inn í Windows með notendanafni og lykilorði

Enter the code

 1. Þá ertu beðinn um að senda öryggiskóða í síma eða póstfang (e. E-mail). Þú getur sleppt þessu skrefi en ef þú vilt getað notað reikninginn þinn (e. Account) á fleiri en einni Windows tölvu þá verðuru að senda kóðann.

Click Next on SkyDrive

 1. Í næsta skrefi færðu valmöguleikann til að setja upp Onedrive. Þetta er frí gagnageymsla á netinu sem kemur upp sem mappa í tölvunni þinni. Með henni geturu nálgast gögn hvar sem er í heiminum. Smelltu þarna á „Next“ takkan. Ef þú vilt ekki þessa þjónustu velur þú „Turn off these Onedrive settings (not reccomended)“.

Windows 8.1 Setup screen

 1. Nú þarftu að bíða nokkrar mínútur meðan Windows klárar að setja upp forritin þín. 

 1. Uppsetningu er svo lokið þegar þú færð upphafsskjáinn upp.

Til hamingju með Windows 8.1, lestu endilega áfram til að kynna þér þær nýjungar sem Windows 8.1 hefur upp á að bjóða.

Hvað er nýtt?

Nýr START takki

Eftir fjölda áskorana frá notendum Windows 8 þá bætti Microsoft Start takkanum aftur í stýrikerfið. Með því að smella á hann ferðu í upphafsskjá Windows þar sem þú getur fundið öll þín forrit, stillingar og margt, margt fleira. Með því að hægri smella á hann ferðu beint í mikilvægar stillingar eins og „Control Panel“.

Hægt að ræsa tölvuna upp beint á skjáborð (leiðbeiningar)

Með uppfærslunni býðst notendum Windows nú að ræsa tölvuna sína beint á skjáborðið (e. Desktop) í stað upphafsskjá.

Til að ræsa tölvuna þína beint upp á skjáborð þá gerir þú eftirfarandi

 1. Hægrismellir á verkstikuna „Taskbar“ neðst á skjánum hjá þér og velur „Properties
 2. Þar smellir þú á flipa sem heitir „Navigation“ (sjá mynd að neðan)
 3. Hakaðu þar við „Go to the desktop instead of Start when I sign in
 4. Smelltu á „OK

Betra Snertiskjás lyklaborð

Snertiskjás lyklaborðið (e. On-Screen keyboard) hefur nú þann möguleika að strjúka og draga (SWIPE), þetta þýðir að nú getur þú t.d. sett inn tölustafi auðveldlega án þess að þurfa að skipta á milli lyklaborða. Einnig er komin sú nýjung að meðan þú ert að skrifa þá koma upp tillögur af orðum, þetta ætti að stytta þann tíma sem tekur fólk að rita með snertiskjás lyklaborðinu.

On-Screen Keyboard: Hér má sjá dæmi um hvernig nýja SWIPE tæknin virkar.

Hægt að stjórna smáforritum með handabendingum

Með „Hands Free Mode“ er hægt að stjórna sumum smáforritum með einföldum handabendingum í gegnum vefmyndavél tölvunnar, t.d. í smáforritinu „Bing Food & Drink“ getur þú nú veifað til hægri eða vinstri til að fletta milli uppskrifta.

Sjálfvirkar uppfærslur smáforrita

Núna þarftu ekki lengur að eyða tíma í að uppfæra smáforritin þín því nú getur Windows séð alfarið um að athuga hvaða smáforrit þarf að uppfæra og sér um að uppfæra þau fyrir þig.

Aðgerðir á læstum skjá

Nú getur þú valið aðgerðir sem þú vilt sýna á læstum skjá án þess að þurfa að skrá þig inn, eins og t.d. að svara Skype símtali, taka myndir og séð Twitter færslur svo eitthvað sé nefnt.

Fleiri nýjungar

 • Betri stuðningur við minni gerðir spjaldtölva
 • Betri fjölverkavinnslu (e. Multitasking) möguleikar
 • Víðtækari leit
 • Ný og endurbætt Windows Store verslun
 • Nýr, hraðvirkari og snjallari Internet Explorer 11 vafri
 • Samþætting við Xbox Live, með Xbox Smartglass geturðu stjórnað Xbox 360 eða Xbox One tölvunni þinni
 • Innbyggður stuðningur fyrir þvívíddar prentara.
 • og margt, margt fleira!

Spennandi október

Auglýsing Vikunnar

Facebook síðan

 

Opnunartímar

 Virka daga 10-18
 Laugardaga 11-16

 

 

**** NÝ VERSLUN Í MÖRKINNI 3 REYKJAVÍK OG UNDIRHLÍÐ 2 AKUREYRI | ÓTRÚLEG OPNUNARTILBOР ****

Tölvutek Reykjavík - Mörkin 3 - 563 6900 - sala@tolvutek.is | Tölvutek Akureyri - Undirhlíð 2 - sími 430 6900 - akureyri@tolvutek.is

Fyrirtækjasvið 563 6930 firma@tolvutek.is | Þjónustudeild Reykjavík 563 6990 verk@tolvutek.is | Þjónustudeild Akureyri 430 6990 verkak@tolvutek.is


Lagerstaða er uppfærð alla virka daga kl 10:00 | Öll verð í vefverslun eru með VSK og birt með fyrirvara um breytingar, innsláttarvillur og myndabrengl.

Tölvutek | KT.460700-3290 | VSK númer 67769 | Ábyrgðarskilmála má sjá hér

Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia © 2011