Upplýsingar um meðferð persónuupplýsinga
Meðferð persónuupplýsinga
Tölvutek ehf er dótturfélag Origo hf og fylgir sömu stefnu og Origo hvað varðar vinnslu á persónuupplýsingum. Hér að neðan er samantekt á því hvernig Tölvutek safnar og vinnur með öðrum hætti persónuupplýsingar þeirra einstaklinga sem skoða eða versla í netverslun Tölvutek. Þessi samantekt er hluti af þessari samantekt þar sem er að finna nánari upplýsingar um vinnslu persónuupplýsinga.
Tölvutek er ábyrgðaraðili
Tölvutek er ábyrgðaraðili að vinnslu persónuupplýsinga viðskiptavina netverslunar. Í því felst að Tölvutek ber ábyrgð á meðferð og öryggi upplýsinganna.
Frekari upplýsingar um ábyrgðaraðila:
Tölvutek ehf., kt. 460700-3290
Borgartún 37, 105 Reykjavík
s. 563-6900
Tölvutek hefur skipað persónuverndarfulltrúa sem tekur við fyrirspurnum á netfangið personuvernd@Tolvutek.is
Söfnun persónuupplýsinga
Tölvutek kann að safna, nota, geyma eða flytja mismunandi flokka persónuupplýsinga. Dæmi um þá flokka eru:
- Auðkennisupplýsingar
- Samskiptaupplýsingar
- Fjármálaupplýsingar
- Upplýsingar um viðskiptasögu
- Tæknilegar upplýsingar
- Upplýsingar um notendahegðun
- Upplýsingar um markaðssetningu
Nánari skilgreiningu á flokkum persónuupplýsinga má finna hér.
Við söfnun upplýsinga notast Tölvutek við mismunandi aðferðir sem gert er grein fyrir hér.
Notkun persónuupplýsinga
Tölvutek mun aðeins nota persónuupplýsingar viðskiptavina netverslunar í tilgangi sem samrýmist þeim sem var upphaflega fyrir söfnun þeirra. Dæmi um slíkan tilgang er:
- Til að hægt sé að skrá nýjan viðskiptavin
- Til að afgreiða og senda pantanir til viðskiptavina
- Vegna framkvæmdar á viðskiptasambandi við viðskiptavini
- Til að bæta netverslun, vöru/þjónustu, markaðssetningu og viðskiptasamband
- Til að bjóða viðskiptavinum vöru eða þjónustu sem gæti höfðað til þeirra
- Nánari upplýsingar má finna hér.
Miðlun persónuupplýsinga
Tölvutek miðlar persónuupplýsingum til þriðju aðila sem veita fyrirtækinu upplýsingatækni- og fjarskiptaþjónustu. Nánari upplýsinga má finna hér.
Flutningur persónuupplýsinga utan EES
Tölvutek kaupir þjónustu af þjónustuveitendum sem eru utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES). Í því felst að persónuupplýsingar eru fluttar utan EES. Tölvutek mun ekki flytja persónuupplýsingar utan EES nema það sé heimilt samkvæmt lögum. Sjá nánar hér.
Réttindi viðskiptavina
Einstaklingar hafa í vissum tilvikum réttindi samkvæmt persónuverndarlögum.
Nánari upplýsingar um þau réttindi sem einstaklingar kunna að hafa og hvernig þeir geta sent beiðni til Tölvutek má finna hér.
Frekari upplýsingar
Frekari upplýsingar varðandi vinnslu persónuupplýsinga, öryggi þeirra, varðveislutíma og lagaheimild fyrir vinnslu má finna á hér.