Sendingarmátar

Þú velur sendingar möguleika
Fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu

Sendibíll Tölvutek**

Heimsending samdægurs ef pantað er fyrir 12:00, annars næsta virka dag í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi.

Heimsending til fyrirtækja kostar 1.500 kr (m. VSK)


Einstaklingar

Pósturinn – Frí heimsending um land allt*

Frí heimsending næsta virka dag með Póstinum ef pantað er fyrir kl. 12 (Frí heimsending miðast við pakka undir 10kg í raun- eða rúmmálsþyngd. Sé pakki þyngri en 10kg gildir verðskrá Póstsins).

Pakkar eru keyrðir heim til einstaklinga með Póstinum milli kl. 17 og 22.

Einnig er í boði að fá pakka sendan í Póstbox Póstsins á höfuðborgarsvæðinu. Um póstbox

Sé vara pöntuð um helgi eða á frídegi þá er hún heimsend allt að tveimur virkum dögum síðar.


Sótt í verslun

Hægt er að sækja vörur í verslanir Tölvutek, Mörkinni 3 Reykjavík & Undirhlíð 2 Akureyri.


Snjallbox 

Snjallboxin Mörkinni 3,  Borgartúni 37, Köllunarklettsvegi 8 og eru opin allan sólahringinn!

Athugið að unnið er að lausn á Snjallboxi á Akureyri sem datt út vegna breytinga.

Þú færð tölvupóst og sms þegar þú mátt sækja vöruna þína.

Notkun snjallboxins er mjög þægileg:

 • Þú færð sendan kóða með tölvupósti og með sms í símann þinn þegar varan er klár í boxinu.
 • Þú mætir á staðinn, ekki þarf að stimpla neitt inn heldur seturðu símann undir skannann sem skannar strikamerkið sem þú fékkst.
 • Boxið þitt opnast, þú tekur vöruna og lokar boxinu aftur.
 • Ath. Ef þú getur ekki skannað strikamerkið, skrifaðu þá inn talnakóða sem fylgdi með og smelltu á #.

 • Dropp - Frítt allt að 10kg*

  Afhendingarstaðir Dropp eru alltaf í leiðinni, þú velur hvaða afhendingarstaður hentar þér:

  - N1 stöðvar á höfuðborgarsvæðinu og um land allt

  - Ísbúðin Garðabæ

  - World Class, valdar stöðvar.

  Sjá nánar: https://www.dropp.is/afhendingarstadir  *Sjá nánar um viðskiptaskilmála Póstsins

  *Fyrirvari: Tölvutek áskilur sér rétt til að innheimta m.v. rúmmálsþyngd sé hún meiri en raunþyngd sendingar.

  Verð miðast við rúmmálsþyngd þegar hún er meiri en raunþyngd sendingar. Til að finna út rúmmálsþyngd sendingar er notuð eftirfarandi reikniregla:

  Lengd x breidd x hæð / 3000 = rúmmálsþyngd í kg.
  Dæmi: Sending er 17 kg, 100 cm á lengd, 40 cm á breidd, og 30 cm á hæð = (100 x 40 x 30 / 3000 = 40 kg).

  Tölvutek áskilur sér rétt til breytinga án fyrirvara.