Endurnýttu með Tölvutek


Komdu með gamla tölvubúnaðinn og fáðu inneign upp í nýjan tölvubúnað hjá Tölvutek.

Vertu samferða okkur í að hugsa betur um náttúru og umhverfið okkar. Líttu við hjá okkur með gamla raftækið þitt og leyfðu okkur að verðmeta það fyrir þig á meðan þú bíður. Þú getur nýtt upphæðina í nýja tækið þitt eða sem inneignarnótu til afnota í verslunum okkar.

Hverju tökum við á móti?

 •    Fartölvum frá öllum framleiðendum

 •    Snjallsímum frá öllum framleiðendum

 •     Leikjatölvum (Playstation, Xbox)

 • Snjallúrum

Hvað gerist svo við tækið mitt?

Tækið fer áleiðis til Foxway sem sérhæfir sig í endurvinnslu á raftækjum með því að gera við það eða nýta nothæfa hluti í varahluti sem og farga því sem ekki er hægt að nýta á umhverfisvænan máta sem uppfyllir WEEE (Waste Electrical and Electronic Equipment) reglugerð frá Evrópusambandinu. Öll meðhöndlun gagna er samkvæmt GDPR (General Data Protection Regulation)

Hvernig er verðmæti tækisins metið?

Starfsmenn Tölvuteks skoða ástand tækisins út frá einföldum forsendum og reikna út verðmæti tækis í reiknilíkani Foxway.

 • Kveikir tækið á sér?
 • Er tjón til staðar á tækinu?
 • Virka takkar á tækinu?
 • Fylgir hleðslutæki með?

 • Þessi atriði hafa áhrif á það hversu mikið Foxway er tilbúið að borga fyrir tækið, og hvaða endurnýtingarmöguleika tækið hefur. Athugið að best er að koma með grunnhleðslu á tækinu, svo skoðun gangi hratt fyrir sig og ekki þurfi að hlaða tækið áður en hægt er að ræsa það og staðfesta vikni

  Hvað ef tækið er læst?

  Engar læsingar mega vera til staðar á tækinu. Sé ekki hægt að afvirkja FMI  (Find my iPhone) af tækinu þá lækkar verðmat tækisins. Þá er öllum tækjum flett upp í gagnagrunni til að tryggja FMI sé óvirkt sem og að tækið sé ekki skráð stolið.

  Hvað fæ ég fyrir tækið mitt?

  Algeng verð fyrir gömlu raftækin er um 500kr - 30.000kr en getur verið hærra fyrir nýlegri tæki og tæki í góðu ástandi

  Kíktu til okkar og kannaðu hvort ekki megi gera pening úr tækjum sem safna ryki í skúffu eða í geymslunni.